BLOGGIÐ

02 júní 2004

Spennan er rafmögnuð


Fjölmiðlafundur hjá forsetanum eftir u.þ.b. hálftíma vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Trúi í raun ekki öðru en að hann samþykki það og dembi þessum ósóma yfir íslensku þjóðina. Það verður því eflaust spennandi að sjá hvort að spá blaðamanns Frjálsrar verslunar reynist sönn, en hann náði að leiða það út úr efnahagsreikningi Norðurljósa að þau myndu eflaust lýsa yfir gjaldþroti þar sem lausafjárstaða þess verði afar bágborin þar sem mikið af erlendum langtímaskuldum yrðu gjaldfelldar vegna þessarar lagasetningar.

En ef þessum óbjóði verður skotið til þjóðarinnar þá held ég nú að það verði barasta að taka ofan fyrir Ólafi Ragnari og mun ég persónulega setja á mig hatt til að geta gert það.






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli