BLOGGIÐ

13 maí 2004

Finnið rökvilluna


Fólk nemur heimspeki. Heimspeki er yfirgengilega leiðinleg. Heimspekinemar eru yfirgengilega leiðinlegir.09 maí 2004

Eftir langa bið...


... er nýji Streets diskurinn kominn í hús. Diskurinn verður kominn í V.I.P. herbergið til niðurhals á þriðjudaginn þar sem ég hef ekki tíma í að dunda mér yfir því að setja það upp núna. Forsmekkurinn er HÉR.
07 maí 2004

Svar við fyrirspurn


Í sjónvarpsauglýsingu um daginn var spurt: "Er BKI besta kaffi á Íslandi ?" Svar: Nei, þetta er einn mesti óbjóður í heimi. Hvernig í andskotanum dettur ykkur í hug að spyrja svona hálfvitalegrar spurningar ? Rotnið í helvíti aumingjar !!!

Kær kveðja,
Bitur námsmaður sem álpaðist til að kaupa þennann skítapakka og hefur ekki efni á öðrum.03 maí 2004

Úr Ísland í dag


"Hannes, þú kemur ekki inn í þetta hús og dregur þessa umræðu á jafn lágt plan og tíðkast á Alþingi, hættu að grípa fram í fyrir mér Hannes !"

Sigurður G. Guðjónsson ræddi um fjölmiðlafrumvarpið ásamt Hannesi Hólmsteini.Fornleifafundur


Fyrir tilviljun rakst ég þetta lag með hljómsveit sem kennir sig við ískápaframleiðanda. Talandi um "one hit wonder from hell"!.

Lag fariðStress


Próf eftir 40 mínútur.01 maí 2004

Tónleikagagnrýni


Hélt ég yrði ekki eldri þegar hljómsveitin Touch endaði tónleika sína með frumflutningi á lagi, sem er eitt það magnaðasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt á ævinni. Böddi missti vitið (sem er í sjálfu sér ekkert nýtt), tók sóló með gítarinn bakvið haus, hoppandi á allt og alla, uns hann missti gítarinn og flaug á trommusettið. Einir bestu tónleikar sem ég hef farið á, og kemur þetta frá þreföldum Roskilde- og Reading-fara.