BLOGGIÐ

15 apríl 2004

Mikill hressleiki


Já, nú er ég bara stoltur af sjálfum mér. Er búinn að læra tölfræði í samtals 11 klukkustundir í dag þegar búið er að draga frá litlar pásur inná milli. Himnarnir hafa opnast og nú sé ég m.a. binomial raðir, poisson dreyfingar, öryggismörk og covarianca í nýju ljósi. Því ætla ég að leggja fyrir yður hressandi gátu:


Þú ert á lítilli eyju þar sem aðeins eru starfræktir tveir barir og eiga þeir 100 bjóra hver. Crazy Conversation Bar á 60 Tuborg og 40 Corona, en hinn, Love Everything Bar, 40 Tuborg og 60 Corona. Þú rambar inná annan hvorn barinn, svo ölvaður/ölvuð að þú hefur ekki hugmynd á hvorum barnum þú ert. Þú drekkur þar tólf bjóra, 8 Tuborg og 4 Corona, sem hafa verið valdir af handahófi af barþjóninum. Hverjar eru líkurnar á því að þú sért á Love Everything Bar ?


Jamm, eins og sést á þessu dæmi getur tölfræði verið lífsnauðsynleg undir vissum kringumstæðum. Svarið má nálgast HÉR.






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli