BLOGGIÐ
30 apríl 2004
Þá er Reikningshaldi II prófi lokið og gekk það bara prýðilega. Next up er að drekka bjór og horfa á ofubandið Touch spila fyrir dansi á Stúdentakjallaranum í kvöld. Vakna svo endurnærður í fyrramálið, nokkrum heilasellum fátækari, til að takast á við hressandi Rekstrarhagfræði II lærdóm.
Nördarekstrarhagfræðispakmæli dagsins: "Óöfundsverður er sá maður sem er staddur í horni sínu á samningskúrfunni í Pareto-jafnvægi."