BLOGGIÐ

27 apríl 2004

Af óendanlegum kjánaskap


Fékk bréf innum lúguna í dag og hljóðar það svo:

Kæri viðtakandi!
Er ekki pláss í geymslunni ?
Nennirðu ekki að fara með þetta drasl í endurvinnsluna ?
Ertu ráðalaus ?
Engar áhyggjur! Við tökum flöskurnar af ykkur FRÍTT!!!
Þann 28. apríl munum við ganga um hverfið og safna flöskum.

Unglingaathvarfið Amtmannsstíg

Hverslags heimskulega sjónvarpsmarkaðsauglýsingatækni er hér á ferð eiginlega ? Ef það væri ekki pláss í geymslunni hefði ég aldrei sett dósirnar mínar þangað, ef ég nennti ekki að fara með þær í Endurvinnsluna þá hefði ég ekki safnað þeim saman og NEI, ég er ekki ráðalaus, ég get hent þeim í ruslið ef mér sýnist og hef því engar áhyggjur. Og til að toppa vitleysuganginn er orðið "FRÍTT" bæði feitletrað og undirstrikað með þremur hrópmerkjum fyrir aftan það. Ó frábært, takk Unglingaathvarfið Amtmannsstíg fyrir að rukka mig ekki fyrir þessa frábæru þjónustu ykkar !

P.S. Unglingaathvörf eru eflaust mjög góð og gagnleg, sem og flestur kjánaskapur. Þetta er bara ekki einn af þeim kjánasköpum (orðið kjánaskapur er hér notað í fleirtölu, þó að ekki sé til heimildir um það í íslenskum orðabókum).






Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli