BLOGGIÐ

12 mars 2004

Óvænt leikflétta Skjás eins

Vá. Skjár 1 vann uppboðið gegn Norðurljósum um enska boltann. Ég fylgist persónulega ekki með enska boltanum en það verður samt fróðlegt að sjá hvað eigi eftir að gerast í framhaldi af þessu. Sýn hefur að ég held engar forsendur fyrir arðbærum rekstri missi þeir sýningarréttinn. Það verður því fróðlegt að sjá hvað eigi eftir að gerast næsta haust. Ég hef fengið nokkrar hugmyndir (eins og margir):

1. Skjár 1 sýnir enska boltann og verður áfram frír (ólíklegt).
2. Skjár 1 verður með enska boltann í ruglaðri dagskrá.
3. Stofnuð verður Skjár Sport með áskriftargjaldi og mun sú stöð reyna að taka við stöðu Sýn (svolítið langsótt kannski).
4. Sýn kaupir í dauðakippum sínum réttinn af Skjá 1 fyrir nokkra tugi milljóna meira en Skjár 1 borgaði.
5. Norðurljós kaupa Skjá 1.

Mér finnst síðustu tvær hugmyndirnar langlíklegastar. Þetta ævintýri kostar yfir 400 milljónir, og er eflaust erfitt að borga þær upp með eintómum auglýsingum. Það er spurning hvort að þetta sé einungis útspil Björgólfs og félaga til þess að fá Norðurljós til að kaupa stöðina á uppsprengdu verði. Uss...








Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli