BLOGGIÐ
24 mars 2004
Velferðatap þjóðfélagsins vegna of lágs miðaverðs á tónleika sumarsins er óbærilegt. Svörtu markaðirnir eru óáreiðanlegir, og ég nenni varla að hanga í biðröð fyrir utan Skífuna eldsnemma á köldum morgni í marga tíma til þess að eiga möguleika á að fá miða á Pixies (rúmlega helmingur miðanna hefur selst og 1/8 af heildarframboðinu er útá landi).
Dundaði mér við að reikna út hagrænan kostnað miðans fyrir mig með tölfræðilegri líkindaaðferð (áætlaði dreifingu afgangs miðanna á þær þrjár búðir sem selja miða í Reykjavík). Miðað við að 50 manns yrðu fyrir framan mig þegar ég kæmi myndi miðinn kosta mig um 11.000 krónur. Það er er jafnmikið og á svarta markaðnum ef við gefum okkur 50% áreiðanleika (er örugglega lægri) með 2500 króna föstum viðskiptakostnaði og miðaverði uppá 6000 krónur (þessar tölur eru þó eflaust of mikil bjartsýni).
Eitthvernveginn er allt orðið dýrara eftir að ég byrjaði í skólanum. Hmmm....
Annars á léttari nótum þá er ÞETTA mjög sniðugt.