BLOGGIÐ

31 mars 2004

Óspakmæli dagsins


"In accordance with our principles of free enterprise and healty competition, I´m going to ask you two to fight to the death for it." -Monty Python




29 mars 2004

Virðing til gamals félaga


Vonandi á þetta allt eftir að ganga vel hjá þeim.



27 mars 2004

Djamm á döfinni


Jamm. Þá er maður búinn að negla niður djammdagskrána fram að próflokum og lítur hún svona út:

27. mars ............ Kveðjupartýið hans Árna
9. apríl ............... Afmælið hennar Eddu minnar
22. apríl ............. Tónleikar Violent Femmes á Broadway
15. maí .............. Próflokadjamm

Fólk er vinsamlegast beðið um að reyna ekki að draga kallinn á djammið aðra daga, þar sem það verður annaðhvort tímasóun fyrir viðkomandi eða svekkjandi fyrir mig daginn eftir.

Einnig hef ég öruggar heimildir fyrir því að snilldarhljómsveitin Metallica muni spila í Egilshöll í júlí og vona ég að sem flestir muni mæta með mér á þá stórtónleika.



24 mars 2004

Leiðinda óheppni


Mætti í Skífuna nokkrum mínútum eftir að síðasti miðinn seldist. Nú er bara að vona að það verði haldnir aðrir tónleikar. En það er allavega Violent Femmes á Broadway 22. apríl, sem er mjög gott.



( )


Velferðatap þjóðfélagsins vegna of lágs miðaverðs á tónleika sumarsins er óbærilegt. Svörtu markaðirnir eru óáreiðanlegir, og ég nenni varla að hanga í biðröð fyrir utan Skífuna eldsnemma á köldum morgni í marga tíma til þess að eiga möguleika á að fá miða á Pixies (rúmlega helmingur miðanna hefur selst og 1/8 af heildarframboðinu er útá landi).

Dundaði mér við að reikna út hagrænan kostnað miðans fyrir mig með tölfræðilegri líkindaaðferð (áætlaði dreifingu afgangs miðanna á þær þrjár búðir sem selja miða í Reykjavík). Miðað við að 50 manns yrðu fyrir framan mig þegar ég kæmi myndi miðinn kosta mig um 11.000 krónur. Það er er jafnmikið og á svarta markaðnum ef við gefum okkur 50% áreiðanleika (er örugglega lægri) með 2500 króna föstum viðskiptakostnaði og miðaverði uppá 6000 krónur (þessar tölur eru þó eflaust of mikil bjartsýni).

Eitthvernveginn er allt orðið dýrara eftir að ég byrjaði í skólanum. Hmmm....

Annars á léttari nótum þá er ÞETTA mjög sniðugt.



21 mars 2004

Óvænta sumarbústaðarferðin...

... var snilld. Ég hef ekki skemmt mér jafnvel á djammi síðan ég veit ekki hvenær. Guð minn góður hvað ég ætla að vera krónískur sumarbústaðardjammari í sumar. Það var að vísu svolítið pulsupartý í pottinum þegar leið á kvöldið, en það kemur ekki að sök í góðra vina hóp.



19 mars 2004

Skemmtilegheit

Miðannarpróf í Rekstrarhagfræði II á morgun og búið að seinka skiladeginum á ritgerð sem ég ætlaði að klára skrifa um helgina. Ég er barasta ekki frá því að maður skelli sér á djammið annað kvöld eftir erfiða lærdómsviku...

Einnig vil ég hér með þakka hljómsveitinni The Notwist kærlega fyrir að vera til, því að án hennar væri ég búinn að tapa geðheilsunni. Lagið Consequence er óendanleg snilld og hið prýðilegasta til að róa útúrúrtaugað fólk eins og mig.



18 mars 2004

Ákvað að taka þetta bara út...




12 mars 2004

Óvænt leikflétta Skjás eins

Vá. Skjár 1 vann uppboðið gegn Norðurljósum um enska boltann. Ég fylgist persónulega ekki með enska boltanum en það verður samt fróðlegt að sjá hvað eigi eftir að gerast í framhaldi af þessu. Sýn hefur að ég held engar forsendur fyrir arðbærum rekstri missi þeir sýningarréttinn. Það verður því fróðlegt að sjá hvað eigi eftir að gerast næsta haust. Ég hef fengið nokkrar hugmyndir (eins og margir):

1. Skjár 1 sýnir enska boltann og verður áfram frír (ólíklegt).
2. Skjár 1 verður með enska boltann í ruglaðri dagskrá.
3. Stofnuð verður Skjár Sport með áskriftargjaldi og mun sú stöð reyna að taka við stöðu Sýn (svolítið langsótt kannski).
4. Sýn kaupir í dauðakippum sínum réttinn af Skjá 1 fyrir nokkra tugi milljóna meira en Skjár 1 borgaði.
5. Norðurljós kaupa Skjá 1.

Mér finnst síðustu tvær hugmyndirnar langlíklegastar. Þetta ævintýri kostar yfir 400 milljónir, og er eflaust erfitt að borga þær upp með eintómum auglýsingum. Það er spurning hvort að þetta sé einungis útspil Björgólfs og félaga til þess að fá Norðurljós til að kaupa stöðina á uppsprengdu verði. Uss...





10 mars 2004

Bara leiðinlegt

Sjónvarpsþátturinn 24 er kominn í mánaðarhlé í Bandaríkjunum og 15. þátturinn endaði glæpsamlega. Spurning um að maður nái að halda geðheilsunni þar til 31. mars þegar maður er í bullandi lærdómi í skattalegum aðgerðum fyrirtækja, tímatengdum hámörkunum, öryggismörkum fyrir mismun vongilda og Stackelberg fákeppnislausnum. Men !



A Blast From The Past







07 mars 2004

Djammpása !!!


06 mars 2004

Haus...

... verkur !!! Og annað djamm í kvöld. Rugl.



05 mars 2004

Eins og krakki í leikfangabúð

Winamp 5 er alger snilld. Ég trúi því bara ekki að ég sé búinn að vera að kjánast í Windows Media Player svona lengi. Ef þú ert ennþá í ruglinu mæli ég eindregið með því að þú nálgist þetta snilldarforrit HÉRNA.



04 mars 2004

Double trouble

Komið hefur upp sú staða að sumir geta bara djammað á föstudaginn, aðrir einungis á laugardaginn. Ég hef því verið neyddur til að halda tvö óformleg innflutningspartý um helgina. Vekja skal athygli á því að vegna óstjórnlegra rifrilda síðast meðal gesta er þeim bannað með öllu að tala um stríðið í Írak, "meinta" handtöku Saddams og stöðu Bandaríkjanna í heiminum almennt.



Snilldarumræða

Horfði á beina útsendingu af Alþingi yfir hádegismatnum. Þar var verið að ræða um að leggja fram tillögu um að afnema forsetaembættið. Það voru 5 ræðumenn sem ég sá og allir voru sammála því að þetta ætti að gera. Það var kominn tími til. Djöfull er ég ánægður með þetta.



03 mars 2004

Kjánabjáni

Sá einhver Kastljósið í gær ? Vá hvað Guðni Ágústsson er óendanlega mikill kjáni. Það er skammarlegt að annar eins ómálefnanlegur trúður skuli vera ráðherra.



01 mars 2004

Vegna einhverra áskoranna...

... verður áður auglýst óformlegt innflutningspartý haldið föstudaginn 5. mars. Fólk er beðið um að staðfesta komu sína við fyrsta tækifæri, svo ég átti mig á því hvað ég þarf að redda mörgum stólum í viðbót.



Landsins snjallasti...

... er ekki svo snjall þáttur. Í þættinum var orðið egypta (eignarfall af Egyptar) skrifað "Egifta". Hvernig er hægt að gera tvær stafsetningavillur í einu orði og hvernig komast þær síðan í sjónvarpið !? Ég kippi mér yfirleitt ekki mikið upp við einhverjar stafsetningavillur en þetta finnst mér aðeins of mikið af vitleysugangi. Eflaust eru þeir einhverjir málfræðingarnir sem hafa rifið úr sér augun í kvöld.

Þessi þáttur er allavega landsins kjánalegasti.