BLOGGIÐ
19 febrúar 2004
Flutningsdagar
Danmerkurför mín styttist um 33 daga rétt áðan. Ég fékk nefnilega símtal frá Stúdentagörðum þar sem okkur Eddu var boðið að flytja í rétt rúmlega helmingi stærri íbúð en við búum í núna. Ekki spillir fyrir að einungis þarf að flytja innbúið ca. 50 metra, þannig að flutningakostnaðurinn ætti að vera innann skynsamlegra marka. Það væri því prýðilegt ef ég gæti fengið smá hjálp frá góðum vinum að kvöldi 1. mars, og mun ég þakka hjálpsemina með góðu innflutningshófi þá helgi ásamt tilheyrandi vitleysu og fíflagangi.