BLOGGIÐ

29 febrúar 2004

Violation

Hvernig er sú tilfinning þegar maður hefur verið tekinn afsíðis í tollinum og bitur tollvörslukona skoðar inn í sokka manns ?
Það veit ég núna. Bjánar.26 febrúar 2004

Óformlegt innflutningspartý...

... verður haldið 6. mars. Vinir eru vinsamlegast beðnir um að birgja sig vel upp af áfengi fyrir þann tíma.24 febrúar 2004

Peningabruðl

Mér ofbýður sú staðreynd að Ástþór Magnússon fái að bjóða sig fram til forseta. Hvað á það að þýða að eyða peningum íslenskra skattborgara í að kynna fyrir þeim hálfvitalegar hugmyndir eins og að gera Ísland að friðarmiðstöð heimsins. Mér líður eins og ég búi í einhverju arabalandi, svo yfirgengilegur er vitleysuskapurinn.19 febrúar 2004

Flutningsdagar

Danmerkurför mín styttist um 33 daga rétt áðan. Ég fékk nefnilega símtal frá Stúdentagörðum þar sem okkur Eddu var boðið að flytja í rétt rúmlega helmingi stærri íbúð en við búum í núna. Ekki spillir fyrir að einungis þarf að flytja innbúið ca. 50 metra, þannig að flutningakostnaðurinn ætti að vera innann skynsamlegra marka. Það væri því prýðilegt ef ég gæti fengið smá hjálp frá góðum vinum að kvöldi 1. mars, og mun ég þakka hjálpsemina með góðu innflutningshófi þá helgi ásamt tilheyrandi vitleysu og fíflagangi.16 febrúar 2004

The Buffalo Theory

Í einum þætti af Staupasteini situr Cliff hjá barborðinu og útskýrir "The Buffalo Theory" fyrir vini sínum Norm. Ég held að þetta hafi aldrei verið orðað betur en svona :

"Well you see, Norm it´s like this... A herd of buffalo can only move as fast as the slowest buffalo. When the herd is hunted, it is the slowest and weakest ones at the back that are killed first. This natural selection is good for the herd as a whole, because the general speed and health of the whole group keeps improving by regular killing of the weakest members.

In much the same way, the human brain can only operate as fast as the slowest brain cells. Now, as we all know, excessive intake of alcohol kills brain cells. But naturally, it attacks the slowest and weakest brain cells first. In this way, regular consumption of beer eliminates the weaker brain cells, making the brain a faster and more efficient machine.

This is why you always feel smarter after a few beers."Ég held ég sé bara orðinn of gamall í anda fyrir brjálæðisleg djömm, svei mér þá...


13 febrúar 2004

Bókasafnið í DTU er sérdeilis prýðilegt fyrir tölfræðilærdóm. Annars er djamm í Kaupmannahöfn í kvöld, sem er mjög gott...


11 febrúar 2004

Ég verð í Kaupmannahöfn eftir 33 tíma. Danni, Maggi, Jónsi og allir hinir, sorry með djammið næsta laugardag, ég verð með ykkur í huganum dúllurnar mínar.


10 febrúar 2004

Nú hef ég fengið mig fullsaddann af þessum feministum. Fréttir Stöðvar 2 í kvöld fylltu einfaldlega mælinn. Ég hef því sett þessa prýðilegu "feminst free" mynd á síðuna til þess að undirstrika álit mitt á þessum þröngsýna flokki sauðkinda.


09 febrúar 2004

Komst að því í dag að þótt þú brosir framan í heiminn þarf ekkert að vera að hann brosi framan í þig...


06 febrúar 2004

Var að lesa bandaríska skýrslu um hver áhrif mismunandi skattlagninga og staðsetninga neytenda geta verið á eftirspurn þeirra eftir misgæða staðkvæmdarvörum. Prýðilegasti lestur. Ef einhver vill sleppa djamminu í kvöld til þess að fræðast betur um þetta getur sá hinn sami verið í bandi og ég mun glaður lána honum þessa áhugaverðu lesningu.


04 febrúar 2004

Ottó bara kærður fyrir kláminnflutning. Spurning um að kaupa sér DV í fyrsta skipti...


03 febrúar 2004

"I have enough money to last me the rest of my life, unless I buy something." - Jackie Mason


02 febrúar 2004

Nýtt lúkk verður vonandi komið á síðuna í enda þessarar viku og er pælingin að "íslenska" hana aðeins. Ég vil því biðja Magga um að fara að plögga myndina sem fyrst. Gó Megnus !!! P.S. Endilega tjékkið á þessu.