BLOGGIÐ

27 janúar 2004

Var að lesa grein í Fréttablaðinu um mann sem ætlar að halda námskeið í canabis-ræktun. Hann kemst svo að orði: "Það er ólöglegt að rækta canabis en ekki að tala um það og því er þetta ekki ólöglegt". Lögreglan hefur staðfest þetta. Bíddu, er þá ekki líka löglegt að halda námskeið í sjoppuránum, tryggingarsvindlum, eiturlyfja- innflutningi og manndrápum ? Hvurslags kjána- skapur er eiginlega í gangi hérna ?





Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli