BLOGGIÐ
20 janúar 2004
Kallinn er búinn að þyngjast gríðarlega síðan hann byrjaði í skólanum. Þetta má rekja til rosalegs nammi- og ostaáts auk óhóflegrar bjórneyslu og lítillar hreyfingar. Ég er búinn að skrá þyngd mína reglulega og ákvað nýlega að skella þyngdaraukningunni inní Excel. Að því loknu skellti ég trendline á línuritið. Það kom í ljós að ef þetta líferni heldur áfram verð ég um 163 kg. á þrítugsafmælinu mínu. Því hef ég ákveðið að byrja í átaki þannig að maður verði sundskýlufær í sumar. Ef einhver vill leggja peninga undir það að þetta takist ekki er búið að opna veðbanka og munu öll veðmál fara í gegnum tölvupóst.