BLOGGIÐ

20 janúar 2004

Í dag kom það í ljós að einn kollegi minn í Háskólanum er meiri vitleysingur en Jackass-hópurinn samanlagt. Ég var í dæmatíma í Rekstrarhagfræði II og þar var ungur piltur sem fann fyrir þeirri óendanlegu þörf að umorða allt sem kennarinn var að segja og segja það svo við hann. Þetta olli að minnsta kosti 20 mínútna lengingu á kennslustundinni sem er svosem allt í lagi ef maður er að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ég hef því ákveðið að smygla mér framvegis í dæmatíma með A-hópnum........og ef einhver spyr þá heiti ég Arafat.





Comments:
<$BlogCommentBody$>
(0) comments <$BlogCommentDeleteIcon$>
Skrifa ummæli