BLOGGIÐ

31 janúar 2004

Að læra stærðfræði með heila sem að vinnur á aðeins 35% af venjulegri afkastagetu er ekki hressandi... árans fyllerí alltaf hreint.


30 janúar 2004

Var að sjá myndbandið með Kurt Nilsen World Idol. Ágætis lag. Einnig mæli ég eindreigið með nýja Air disknum, Walkie Talkie. Enginn Moon Safari en þó sérdeilis prýðilegur. Ef þú hefur ekkert að gera endilega tjékkaðu á þessum gaur.


28 janúar 2004

U.þ.b. 300.000 króna kaupauki fyrir alla starfsmenn Íslandsbanka. Fín auglýsing.


27 janúar 2004

Var að lesa grein í Fréttablaðinu um mann sem ætlar að halda námskeið í canabis-ræktun. Hann kemst svo að orði: "Það er ólöglegt að rækta canabis en ekki að tala um það og því er þetta ekki ólöglegt". Lögreglan hefur staðfest þetta. Bíddu, er þá ekki líka löglegt að halda námskeið í sjoppuránum, tryggingarsvindlum, eiturlyfja- innflutningi og manndrápum ? Hvurslags kjána- skapur er eiginlega í gangi hérna ?


26 janúar 2004

Einsog Eggert Þorleifs orðaði það svo stórkostlega í meistarastykkinu Dalalíf: "Ping-pong í kvöld !".


24 janúar 2004

William K. Clifford veldur mér miklu hugarangri þessa dagana...


23 janúar 2004

Ég mæli með nýja bæklingnum frá KB Banka, sem kom inn um bréfalúgur landsmanna í morgun. Prýðilegasta lesning, jájá !


22 janúar 2004

Go Atlantsolía ! Með tilkomu þeirra ættu möguleikar stóru olíufyrirtækjana á því að flytja sektina sem þeir fá yfir á neytendur að minnka töluvert.


20 janúar 2004

Í dag kom það í ljós að einn kollegi minn í Háskólanum er meiri vitleysingur en Jackass-hópurinn samanlagt. Ég var í dæmatíma í Rekstrarhagfræði II og þar var ungur piltur sem fann fyrir þeirri óendanlegu þörf að umorða allt sem kennarinn var að segja og segja það svo við hann. Þetta olli að minnsta kosti 20 mínútna lengingu á kennslustundinni sem er svosem allt í lagi ef maður er að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ég hef því ákveðið að smygla mér framvegis í dæmatíma með A-hópnum........og ef einhver spyr þá heiti ég Arafat.


Kallinn er búinn að þyngjast gríðarlega síðan hann byrjaði í skólanum. Þetta má rekja til rosalegs nammi- og ostaáts auk óhóflegrar bjórneyslu og lítillar hreyfingar. Ég er búinn að skrá þyngd mína reglulega og ákvað nýlega að skella þyngdaraukningunni inní Excel. Að því loknu skellti ég trendline á línuritið. Það kom í ljós að ef þetta líferni heldur áfram verð ég um 163 kg. á þrítugsafmælinu mínu. Því hef ég ákveðið að byrja í átaki þannig að maður verði sundskýlufær í sumar. Ef einhver vill leggja peninga undir það að þetta takist ekki er búið að opna veðbanka og munu öll veðmál fara í gegnum tölvupóst.


16 janúar 2004

Bloggið byrjar fljótlega...