BLOGGIÐ

14 ágúst 2007

Nýtt blogg


berkeley.blog.is


Persónulegi hagfræðingurinn hefur yfirgefið bygginguna.



12 apríl 2007

Hættur að blogga...


... þar til ég flyt til U, S and A í september.





24 mars 2007

Meðmæli


Ég mæli með því að þú sjáir myndina Pan´s Labyrinth við fyrsta tækifæri. Handritið er snilld, myndataka og leikmynd hreint augnakonfekt og hljóðvinnslan mögnuð. Klárlega ein af betri myndum kvikmyndasögunnar.





12 mars 2007

Eurovision


Já, hvað á maður að segja varðandi þetta nýja Eurovision myndband? Minnir mig helst á ferðalag sjóara sem eru nýkomnir í land og á leiðinni í bæinn (með mörgum pissustoppum).


En hvað um það, áfram Ísland!





08 mars 2007

Næsta heimili


Við Edda skrifuðum undir leigusamning í dag og erum því komin með íbúð í Berkeley. Flytjum út 3. september og eins og Svala Björgvins söng í laginu forðum daga: "Ég hlakka svo til". Ekki spillir fyrir að maður missir af meirihluta næsta vetrar en að mínu mati eru vetur og kuldi viðbjóður.


Nokkrar ferðir hafa verið planaðar úti. Við Edda ætlum að fara í tveggja vikna lúxusferð til Hawaii í september, helgarferð til Hollywood, húsbílaakstur um Bandaríkin í eina til tvær vikur og svo kíkir Maggi vonandi í heimsókn og við skellum okkur á pókermót í Las Vegas . Þetta verður schnilld.




22 febrúar 2007

Nautn


Fyrir ca. 10 árum síðan sá ég stuttmynd sem gerð var af þáverandi meðlimum fjöllistahópsins gusgus. Fann hana á netinu í dag og er óhætt að segja að hún er enn bara nokkuð hressandi. Myndin skartar Daníeli Ágústi og Emílíönu Torrini í aðalhlutverki og fjallar um... tja, ef þú vilt drepa 15 mínútur mæli ég með að þú smellir á myndina hér að neðan. Ef þú hefur ekki 15 mínútur til að drepa skil ég ekki hvað í ósköpunum þú ert að gera hérna.





09 febrúar 2007

Tvíhöfðinn minn er snúinn aftur


Það er svo sannarlega hressandi að geta sest við útvarpið á sunnudögum og hlustað á Tvíhöfðann sinn. Þættirnir eru klárlega búnir að standast allar mínar væntingar og gott betur en það. Hápunkturinn hingað til er þó eflaust þegar "hlustandi" hringdi inn og var hann allt annað en sáttur við framkoma fjölmiðla gagnvart Guðmundi í Byrginu. Ef þú heyrðir það ekki bendi ég þér á að fara á heimasíðu RÚV og hlusta á þátt númer fjögur.


Annars áskotnuðust mér nokkrir þættir af Hótel Volkswagen nýlega, en þeir þættir voru í umsjón Tvíhöfða á Rás 2 árið 1994. Húmorinn nokkuð vel steiktur, en ef þú hefur áhuga geturðu smellt HÉR og kynnt þér hann nánar.






03 febrúar 2007

Jó!

Kom heim frá London á sunnudaginn og verður það að segjast að ferðin var hin prýðilegasta. Hápunkturinn var þó eflaust þegar Hr. Eggert Magnússon bauð okkur á West Ham - Watford. Þar fengum við þvílíka móttöku, þríréttuð máltíð í lúxussal vallarins, frítt áfengi og frábær sæti á vellinum, allt í boði Eggerts. Ljóst er að þessi heimsókn á eflaust eftir að vera í höfði mínu um ókomna tíð.



Annars er bullmikið að gera í skólanum og ég er jafnvel að íhuga áfengisbindindi fram yfir vorpróf. Ef eitthvað virkilega merkilegt dettur inn getur maður þó kannski endurskoðað það.


Það er nú staðfest að við Edda flytjum til BNA í byrjun september og erum við búin að henda inn auglýsingu eftir íbúð í Berkeley. 7 mánuðir eftir á Íslandi!



23 janúar 2007

London baby!


Farinn til London fram á sunnudag. Verst að maður missir af öllum leikjum Íslands í milliriðlinum. En ég fæ vonandi að fylgjast með hetjunum okkar spila í undanúrslitunum og vinna þessa keppni.





16 janúar 2007

Ánægja


Dagurinn var ótrúlega hressandi og er allt útlit fyrir að ég sé kominn með framtíðarstarf að náminu loknu. Ekki spillir fyrir að staðan er á sviði fyrirtækjafjármála en á þeim vettvangi hef ég brennandi áhuga á að starfa. Vegna þessa pantaði ég nokkrar vel valdar bækur af Amazon í dag og verða þær lesnar á önninni samfara lestri skólabóka. Það er því lítið sjónvarpsgláp fyrir mig næstu mánuðina.



10 janúar 2007

Einkunnagleði


Nú eru allar einkunnir jólaprófanna komnar í hús og verð ég að viðurkenna að þær fóru fram úr björtustu vonum. Bara sáttur.


Jólafríið var einstaklega hressandi, mikill póker var spilaður, ferna var tekin á djamminu og er ég rétt að ná mér núna eftir þá geðveiki. Við taka hressandi fyrirlestrar í ýmsum fögum fram á sumar og í lok þess flytjum við Edda vonandi til U S and A (its nice, I like). Ekki slæmt að njóta kannski næstu jóla á brimbretti með hamborgarhrygg í annarri. Later.



09 janúar 2007

Nýárs-Dilbert


Megi árið vera jafn hressandi fyrir ykkur og þessi myndasaga.




29 desember 2006

Jólapóker


Hressandi jólapóker var spilaður í gær og má með sanni segja að nett geðbilun hafi legið í loftinu. Undir lokin voru komnar tæpar 90.000 krónur á borðið og voru sumir pottarnir einstaklega veglegir. Sjálfur var ég búinn að tapa 6.000 krónum eftir klukkutíma spilamennsku og útlitið heldur dökkt. Ákvað þá að taka "klettinn" á þetta og náði að halda mér á floti í sjö klukkustundir. Tek þetta bara næst.





23 desember 2006

Vandræði með jólagjöf?


Hérna er hugmynd: