BLOGGIÐ
26 nóvember 2006
Gleðibloggi
... verður hent inn 19. desember, en þann dag get ég ekki einu sinni séð í hyllingum.
16 nóvember 2006
Smáauglýsing
Er með tvo miða í prýðileg sæti á Sykurmolatónleikana til sölu. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri ! ;)

04 nóvember 2006
Kominn heim
Ferðin var ágæt og MTV hátíðin einnig. Við Maggi komumst þó að því að það er stórhættulegt að hafa frían bar heilt kvöld, þar sem maður áttar sig ekkert á því hvað maður drekkur mikið. Ég var meira en lítið "fööökked" þegar líða tók á kvöldið og man ég ekki eftir miklu sem gerðist eftir kl. 11. Sögur herma þó að ég hafi verið helvíti hress á því og stigið trylltan dans undir fögrum söng Juliette Lewis.
Nú þarf maður að fara að vinna upp námið þar sem lítið sem ekkert var gert úti og nú er maður með allt á hælunum.