BLOGGIÐ
31 júlí 2006
Fjórhjólasafarí daudans...
... var alger klikkun. Tveir timar af gedveiki er meira en litid og eftir sit eg verulega sattur med nokkra litla marbletti. Edda sat aftan a fyrri hluta ferdarinnar og er oll marin og bla a mjodmunum, sem er vist ekki i tisku i sundlaugagordum solarlandastada. En hun laetur sig hafa thad stelpan.
29 júlí 2006
Stutt update
Í gaer alpadist eg til ad brenna, sem er ekki gott. Hinsvegar graeddi eg 5 kall i spilaviti, sem er gott.
Thriggja stunda fjorhjolaferd og hasar i dag!
22 júlí 2006
Svekkelsi
Drullusokkarnir hjá Niza bílaleigunni týndu pontuninni minni og leigdu bilinn ut yfir tha daga sem eg atti ad fa hann. Thad verdur thvi enginn Benzari fyrir Linda i thessari ferd. For helvede!
Ferdin hefur annars verid alger snilld. Flaska af Solaia bidur nu spennt upp a hótelherbergi og bidur thess ad vera drukkinn med bestu list i kvold. Very good.
19 júlí 2006
Alveg að bresta á
Sólarhringur í að maður verði á vappi á erlendum flugvelli. Sjáum til hvort kallinn bloggi eitthvað frá sólarströndum. Lindi is out.
18 júlí 2006
Tilhlökkun
Eftir tvo sólarhringa verður maður búinn að koma sér fyrir í íbúð á Kanarí með glas af Guado al Tasso í annarri. How sweet is that?
Meðal annars ætla ég að:
Krúsa um á Bens SLK 500 í þrjá daga
Fara í fjórhjólasafarí
Þeysast um á stærstu GoKart braut í Evrópu
Kafa
Taka eitt gott teygjustökk
"Paraglide"-a
Drekka nokkrar flöskur af Guado
Fara í of margar ferðir í vatnsrennibrautagarði
Verða brúnn
Hmmm... og þetta átti að vera afslöppunarferð. Oh well.
11 júlí 2006
Kaggapöntun
Sá merkilegi atburður átti sér stað í dag að ég pantaði mér loksins Bens, en mynd af honum má sjá hér fyrir neðan.

Gripinn fæ ég í hendurnar eftir 13 daga og er óhætt að segja að tilhlökkunin sé nokkur. Verst er að þremur dögum síðar þarf ég að skila kvikindinu þar sem þetta er aðeins bílaleigubíll á Tenerife.
07 júlí 2006
Rockstar
Magni stóð sig nú bara ágætlega en sviðsframkoman var eilítið "funky". Nú er bara vona að hann komist eitthvað lengra áfram svo að hressleikinn verði í fyrirrúmi þegar maður fylgist með kvikindinu.
02 júlí 2006
Pókermadness
Pókerklúbburinn fjárfesti nýlega í alvöru pókerborði og var það prufukeyrt í gær. Spilað var í tæpar 10 klukkustundir samfellt og er óhætt að segja að veðmálin hafi orðið býsna rausnarleg undir lok kvöldsins. Á einni af síðustu höndunum tapaði ég t.a.m. yfir 30 þúsund og var það ekki mjög hressandi. Spurning um að þetta sé að fara "a bit out of hand".... neeehhhhh.