BLOGGIÐ
30 nóvember 2005
Meira kaffi
Já, í dag var ný kaffivél keypt þar sem sú gamla var ekki að gera góða hluti. Vélin hefur ekki enn verið skírð en ljóst er að hún verður "traustur vinur sem getur gert kraftaverk" næstu þrjár vikurnar.
29 nóvember 2005
Bruni
Mest megnis rólegur dagur náði hámarki þegar eldur kviknaði í íbúðinni fyrir neðan okkur. Slökkviliðsmenn sýndu þó góða takta og ekki var leiðinlegt að horfa á tilþrif eins þeirra þegar hann braut upp útidyrahurðina í klassískum "Hollywood-stíl". Eitthvað grunar mig þó að nágranninn að neðan verði ekki í nægilega góðum fílíng yfir prófatímann en hann mætti á staðinn stuttu eftir að niðurlögum eldsins hafði verið náð. Kannski að maður sendi honum jólakertaskreytingu... eða ekki.
24 nóvember 2005
Innilokun
Jæja. Núna hef ég endanlega ákveðið og loka mig inni til 19. desember ef viðvera á sunnudagstónleikum ofurbandsins Sigur Rósar er undanskilin. Ástæðuna má rekja til dvínunnar lærdómsneista yfir veturinn sem er að ég held aðallega tilkominn vegna ósveigjanleika skorarformanns hagfræðideildar í upphafi annarinnar. Nú þýðir ekkert nema að bretta upp ermarnar og massa jólaprófin.
Um jólin verð ég því ekki lengur hagfræði heldur hagfræðing og aðeins ur-ið eftir, en það kemur vonandi að loknum sumarprófum. Góðar stundir.
18 nóvember 2005
Fyrsti áreksturinn
Á þriðjudaginn olli ég mínum fyrsta árekstri á rúmlega níu ára ferli sem bílstjóri. Ég ætla ekki að fara mikið útí hvernig óhappið orsakaðist en ég get þó sagt það að bíllinn sem ég keyrði á stoppaði algerlega að óþörfu á aðrein. Ég keyri aftan á bílinn, fæ verulegt sjokk og stíg út úr bílnum stuttu síðar. Kona á fimmtugsaldri í pels og risastór sólgleraugu stígur útúr bílnum sem ég hafði ekið á og horfir forviða á mig í stutta stund.
Kona: Af hverju keyrirðu á mig ?
Lindi: Það var nú ekki viljandi. Mér bara datt ekki í hug að þú myndir stoppa þegar það eru engir bílar að koma.
Kona: Ég er heiðarleg kona.
Lindi: (Hik) Jájá.
Kona: Sést mikið á bílnum mínum ?
Ég lít á bílinn.
Lindi: Já, það er einhver beygla og einhverjar rispur hérna.
Kona: Ég er sko heiðarleg kona.
Lindi: Já þú ert það örugglega.
Kona: Af hverju keyrðirðu á mig ?
Lindi: Ég ætlaði ekki að gera það. Fólk bara stoppar ekki yfirleitt þegar það eru engir bílar að koma. Mér kom bara ekki til hugar að þú myndir stoppa.
Kona: Ég skal bara láta þig vita það að ég er heiðarleg kona og ég ætla ekki að gera neitt mál úr þessu.
Við þetta bregður mér nokkuð þar sem kvikindið er á splunkunýjum bíl.
Lindi: Nú, ok.
Kona: Jæja, vertu sæll.
Hún fer síðan inn í bílinn og keyrir af stað. Ég fer inn í bíl og hugsa með mér hvað það hafi nú verið fínt að hún hafi bara farið. Stuttu síðar, þegar sjokkið er frá, átta ég mig á bláköldum veruleikanum: Kellingin var blllliiinndfull !!!
Hringdi að gamni í tryggingafélag til að fá upplýsingar um hver hefði verið í rétti ef maður hefði áttað sig á drykkju kvikindisins og gert lögreglu viðvart. Svarið sem ég fékk var að ég hafði verið í órétti. Þar með liggur ljóst fyrir að vegna sjokksins sem ég fékk náði ég að besta vandamálið, sem er mjög gott.
15 nóvember 2005
Annað blogg í dag
Rakst á eftirfarandi texta á netinu og gat ekki annað en skellt honum hér á síðuna. Bara fyndið.
Ennfremur mun ég blogga á morgun um hreint út sagt magnaðann árekstur sem ég olli í dag.
The European Union commissioners have announced that agreement has been reached to adopt English as the preferred language for European communications, rather than German, which was the other possibility. As part of the negotiations, Her Majesty's Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a five-year phased plan for what will be known as EuroEnglish (Euro for short).
In the first year, 's' will be used instead of the soft 'c'. Sertainly, sivil servants will resieve this news with joy. Also, the hard 'c' will be replaced with 'k.' Not only will this klear up konfusion, but typewriters kan have one less letter.
There will be growing publik enthusiasm in the sekond year, when the troublesome 'ph' will be replaced by 'f'. This will make words like 'fotograf' 20 per sent shorter.
In the third year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible. Governments will enkourage the removal of double letters, which have always ben a deterent to akurate speling. Also, al wil agre that the horible mes of silent 'e's in the languag is disgrasful, and they would go.
By the fourth year, peopl wil be reseptiv to steps such as replasing 'th' by 'z' and 'W' by 'V'.
During ze fifz year, ze unesesary 'o' kan be dropd from vords kontaining 'ou', and similar changes vud of kors be aplid to ozer kombinations of leters. After zis fifz yer, ve vil hav a reli sensibl riten styl. Zer vil b no mor trubls or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech ozer. Ze drem vil finali kum tru.
Leiðindi
Skeit feitast á mig í prófi í dag held ég. Bara leiðinlegt.
13 nóvember 2005
Súra helgin
Í kvöld áttaði ég mig þá á því að ég hafði ekki stigið út fyrir hússins dyr í ca. 50 klukkustundir. Stærðfræðilærdómur hertók helgina og gerði maður því fátt annað en að reikna út hagkvæmustu stýringu breyta til að hámarka ýmis föll yfir tíma. Ég er þó ákveðinn í því að einhvern tímann á lífsleiðinni mun ég nota þá Optimal Control þekkingu sem maður hefur öðlast yfir helgina.
Sagði einhver NÖRD ?
09 nóvember 2005
Framtíðarferðalag ?
Ef ég vinn i Lottó ætla ég að heimsækja Tansaníu og þá sérstaklega einn ákveðinn bæ í því landi. Ástæðuna má finna á myndinni hér að neðan.
07 nóvember 2005
Ósmekklegheit
Ég er ekki frá því að sjónvarpsauglýsingar thai-búllunnar Mekong séu einar þær verstu sem sést hafa í íslenskum ljósvakamiðlum. Fátt er meira óspennandi en að hlusta á smjatt yfir afar ósmekklegu myndskeiði (sem er spilað aftur á bak og hefur greinilega verið tekið upp þannig að leikarinn hefur þurft að stinga vænum skammti af núðlum uppí sig og dregið þær síðan út). Þessar auglýsingar kalla ekki neitt annað fram en flökurleika og lystarleysi, en það er eitthvað sem matsölustaðir ættu ekki að leitast við að fá út úr auglýsingum sínum.
Þessi Mekong ræma er verri auglýsing en Kallakaffi er slæmt sjónvarpsefni, og þarf þar mikið til. Fuss og svei, nei nei nei!
01 nóvember 2005
Af hljóðbók(um)
Hljóðbækur (e. audio books) eru alger snilld. Náði mér í Angels and Demons eftir Dan Brown um daginn, dúndraði herlegheitunum í ipodinn og hlusta nú alltaf á nokkra kafla fyrir svefninn. Ekki spillir fyrir að leikrænir tilburðir upplesandans eru með eindæmum skemmtilegir. Nú þegar hef ég orðið mér út um nokkur gígabæt af hljóðbókum til viðbótar og því ljóst að maður verður ekki uppiskroppa með efni á næstunni, sem er mjög gott.
Lesendum til enn frekari glöggvunar má nálgast kafla 1 og 2 hér og hér.